Sem sagt engin refsing

ok, ég las að konan byrjaði, hún gaf honum kinnhest. ég geri mér grein fyrir því. En maðurinn virðist nú aðeins hafa misst sig í bankinu á konunni þegar hann "hefndi sín" ef svo má að orði komast. sprungið augnlok, mar á líkama og yfirðborðsáverkar á höfði hljómar allaveganna þannig. og refsingin fyrir það er sem sagt engin, engin sekt og maðurinn fer ekki í fangelsi.    Falleg skilaboð þetta út í samfélagið.

 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Langar nú að svara þessu þar sem ég er þessi kona sem fjallað er um í þessari frétt. Það er haugalygi að ég hafi rekið honum kinnhest, en hins vegar kemur hvergi fram í fréttinni, og hvað þá heldur áverkavottorði sem var fengið þetta sama kvöld á slysadeild, að læknirinn taldi mig hafa minnst 3 ef ekki 4 rifbein brotin, auk þess sem hann taldi að augntóft væri brákuð og kjálki sömuleiðis. Ég hins vegar hafði ekki hugmynd um að maður þurfi að heimta röntgen og ljósmyndatöku þegar maður kemur á neyðarmóttökuna, ég komst að því í héraðsdómi í vitnaleiðslum. Þar fyrir utan er nú rétt að fram komi að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann barði mig, en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það fyrir framan 5 börn á aldrinum 3 - 12 ára. Svona er nú réttlætið á Íslandi í dag!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 29.2.2008 kl. 20:09

2 identicon

Díses gerðist þetta á íslandi???

URG !!!!!!!!

Harpa Dögg Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:40

3 identicon

bara kæra karldrusluna upp á nýtt med öll gögn í hendur og alvöru lögfræðing!!

ömurlegt kerfi í öllum kerfum íslands, ísland erstjórnað af hálvitum sem selja landið okkar ódýrt 

Harpa Dögg Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband